Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Tómasson segir kvöldfréttir.
Telma Tómasson segir kvöldfréttir.

Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega.

Þá fjöllum við um nýjan þjark sem lögreglan hefur tekið í notkun en hann mun auðvelda innheimtu sekta til muna. Með mikilli fjölgun hraðamyndavéla var á stundum orðið erfitt að anna verkinu. Hraðasektir ættu nú að skila sér jafnvel á innan við korteri í heimabanka fólks.

Við ræðum einnig við unga transkonu sem brotið var á tvívegis á árinu en hún segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. 

Þá verðum við í beinni frá miðbænum á þriðja sunnudegi í aðventu og kíkjum á ljósmyndasýningu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×