Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 19:00 Mercedes-liðið hefur lagt fram opinberar kvartanir varðandi framkvæmd lokakappaksturs tímabilsins í Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri. Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“ Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira