Kimmich enn að jafna sig og sér eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:31 Joshua Kimmich í sókn gegn Íslandi en Brynjar Ingi Bjarnason til varnar, í leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli í haust. Getty/Alex Grimm Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur ekki getað æft fótbolta af fullum krafti vegna minni háttar lungnavandamála og viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19. Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira