Einn af tólf ára guttunum sem stofnuðu HK á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 10:01 HK-ingar eru aftur komnir upp í efstu deild en það eru margir ungir leikmenn í fararbroddi eins og þeir Kristján Ottó Hjálmsson og Elías Björgvin Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta. „HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
„HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira