Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar.
Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.
„Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn.
Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana.
Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski.
Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ
— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021
Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga.
„Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski.