Segir banamann sonar síns ljúga í bók um málið: „Það er bara engin iðrun í hans orðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 13. desember 2021 22:10 Þorbjörg missti son sinn, Magnús Frey, árið 2002 eftir að hann varð fyrir hrottalegri líkamsárás. Banamaður Magnúsar hefur nú gefið út bók þar sem hann, að mati Þorbjargar, lýsir árásinni með ósönnum hætti. Stöð 2 Þorbjörg Finnbogadóttir er móðir sem hefur upplifað eitthvað það hræðilegasta sem nokkurt foreldri getur lent í á lífsleiðinni. Hún missti barnið sitt, soninn Magnús Frey Sveinbjörnsson, þegar ráðist var á hann með fólskulegum hætti fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í sumarbyrjun árið 2002. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru á endanum dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem endaði með dauða Magnúsar en annar þeirra, Baldur Freyr Einarsson, hefur nýverið skrifað og gefið út bók þar sem hann gerir upp ævi sína og þennan atburð. Hjónabandið brast þegar sorgin tók yfir Baldur ræddi málið og bókaútgáfuna í Íslandi í dag í sumar. Þorbjörg segir lýsingar Baldurs af árásinni í bókinni ekki vera sannleikanum samkvæmar og telur Baldur reyna með sögunni að hvítþvo sjálfan sig í stað þess að axla fulla ábyrgð á verknaðinum. Hún segist bæði sár og reið yfir því að minning sonar hennar og mannorð skuli vera svert með ósönnum lýsingum af atburði sem hafi vægast sagt haft hræðilegar afleiðingar fyrir Magnús Frey og alla þá sem honum tengdust. „Það bara eyðilagði mitt líf. Eyðilagði mína fjölskyldu. Við urðum ekkert heil eftir þetta, við splundruðumst. Það var ekkert eins og í venjulegum fjölskyldum, fjölskylduboð, engar tengingar. Þannig að við vorum svolítið bara hvert í sínu horni,“ segir Þorbjörg í Íslandi í dag í kvöld. Þorbjörg bendir á að þáverandi eiginmaður hennar og faðir Magnúsar, Sveinbjörn Magnússon, hafi aldrei náð sér eftir þennan atburð, en þeir feðgar höfðu unnið mikið saman og verið afar nánir alla tíð. Hjónaband þeirra hjóna hafi síðan hreinlega molnað í sundur þegar sorgin tók yfir. Sveinbjörn lést sjálfur fyrir nokkrum árum en Þorbjörg segir hann alltaf hafa verið bugaðan af vanlíðan og í raun aldrei séð til sólar síðan að sonur þeirra var tekin frá þeim í þessari hroðalegu árás. „Ég sá bara fyrir mér að ég yrði á Ísafirði alla mína ævi með mína fjölskyldu, barnabörn. Það er ekki svoleiðis.“ Reiðin réð för um árabil Þorbjörg segir að þó það sé auðvitað eðlilegt að foreldrar sem missi börnin sín finni mikið til og upplifi djúpa sorg þá hafi það í þeirra tilfelli mögulega verið sérstaklega erfitt þar sem þau hafi líka þurft að burðast með mikla reiði ofan í allt hitt. Þau hafi upplifað þetta svo ótrúlega ranglátt og ósanngjarnt. Ekki bætti heldur úr skák þegar gerendurnir fengu tiltölulega væga dóma í héraði en þeir voru fyrst dæmdir til tveggja og þriggja ára fangelsisvistar þó að þeir hafi síðar verið þyngdir í þrjú og sex ár í Hæstarétti. Þorbjörg segist hafa upplifað nær stanslausa reiði í um það bil 6 ár eða allt þar til hún ákvað sjálfs síns vegna að reyna að fyrirgefa Baldri. „Ég held ég hafi verið reið allt þar til ég fyrirgaf Baldri, sex eða sjö árum síðar. Ég var með alveg ofboðslega reiði þar til ég framkvæmdi það, að ég fyrirgef honum. Sem hjálpaði helling, ég var alveg hætt að spá í þetta og hugsa um þetta, þannig…“ segir Þorbjörg. „Svo bara skellur þetta á mann. Þá upplifði ég reiðina aftur.“ Finnst hafa verið þrýst á hana að fyrirgefa Baldri Þorbjörg segir að hún hafi bæði verið hvött til að reyna fyrirgefa Baldri en síðan hafi hún einnig upplifað að sonur hennar hefði viljað það, hann hafi birst henni einn morguninn og sagt: mamma, nú er komið að þér að fyrirgefa. Hún hafi síðan verið stödd á kristilegu fjölskyldumóti Hvítasunnukirkjunnar þar sem Baldur var einnig gestur þegar einn af forsvarsmönnum kirkjunnar hafi lagt það til þau tvö myndu hittast. „Hún segir við mig: „Þorbjörg, ég búin að fá Baldur til að koma upp á svið, ert þú til í að koma líka?“ Og ég bara: „já.“ Það var eins og það væri búið að vera að ýta á mig og undirbúa mig smám saman. Þar féllumst við í faðma og ég fyrirgaf honum og í hvísla á eyrað á honum að Maggi hafi komið og sagt þetta við mig. Hann hvíslaði í eyrað á mér að honum þætti þetta leitt. Svo fór ég niður og hríðskalf öll, var búin á taugunum,“ segir Þorbjörg. Fannst þér eins og þér hafi verið ýtt út í þetta? „Mér fannst eins og það hafi verið að undirbúa mig, þegar ég hugsa þetta eftir á, að ég þyrfti að gera þetta. Og þetta hjálpar, að fyrirgefa, það hjálpar. Það er ekki þar með sagt að þú þurfir að vera vinur manneskjunnar sem hefur gert eitthvað á þinn hlut.“ Frásögn Baldurs af líkamsárásinni ekki sönn Sem fyrr segir taldi Þorbjörg sig vera bara komin á nokkuð góðan stað miðað við aðstæður. Fyrirgefningin og mikil sjálfsvinna með 12 spora kerfi innan kirkjunnar hafi vissulega forðað henni frá því að sökkva í hyldýpi þunglyndis og sorgar en nú finnst henni því öllu hafa verið kippt undan sér með útgáfu bókarinnar þar sem hún segir Baldur einfaldlega ekki fara með rétt mál í lýsingu sinni á því ofbeldi sem leiddi Magnús til dauða. „Ég hef ekkert út á það að setja að hann sé að gefa út bók, alls ekki, en hann hefði alveg getað farið fínna í þetta og sleppt því að lýsa frá a-ö hvernig hann fór að þessu. Sem er ekki einu sinni satt,“ segir Þorbjörg. „Lýsingarnar hans í bókinni eru ekki sannar miðað við það sem kemur fram í Hæstarétti og meðal vitan. Engan veginn og ég bendi fólki bara á að lesa þetta tvennt.“ Vænir Magnús um að hafa byrjað slagsmálin Í dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 er tekið fram að Baldur hafi verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir frá apríl og maí mánuði á árinu á undan. Þar er sagt að árásirnar hafi allar verið að mestu tilefnislausar og sérlega hrottafengnar þar sem fórnarlömbin sátu eftir með bæði höfuðkúpubrot og brotnar tennur. Verst var þó árásin á Magnús Frey. Samkvæmt lýsingum vitna er Baldri gefið að sök að hafa slegið Magnús mörgum hnefahöggum, skallað hann og sparkað í höfuð hans með hné og svo margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti eftir að hann féll í götuna og lá óvígur á eftir. Þorbjörg segir að af lýsingunum í bókinni mætti hins vegar túlka atburðinn þannig að það hafi verið Magnús sem hafi veist ítrekað að Baldri og að hann hafi þá nauðbeygður þurft að yfirbuga Magnús áður en dyraverðir stöðvuðu átökin. „Hann lýsir því þannig og segir í bókinni að hann hafi byrjað, sem er ekki satt. Maggi er ekki hér til að verja sig þannig að ég verð að koma því á framfæri. Lýsingar vitna eru þannig að hann átti upptökin,“ segir Þorbjörg. Hún segir Magnús ekki hafa verið slagsmálahund. „Alls ekki, langt því frá.“ Upplifir ekki að Baldur iðrist manndrápsins Vitnum greindi vissulega á um hver aðdragandi árásarinnar hafði verið en það var mat dómsins að atlaga Baldurs Freys hafi nánast verið tilefnislaus og ekkert hafi réttlætt jafn hrottalega árás. Magnús Freyr hafi lengstum enga vörn sér veitt og studdi vitnisburður það álit dómsins sem og myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavél. Upplifðir þú að Baldur hafi einhvern tíma iðrast? „Nei, þegar ég hugsa til baka, þá upplifi ég það ekki. Mér finnst eins og hann hafi ekki iðrast. Miðað við lýsingarnar, eins og hann setur þær fram í bókinni þá er engin iðrun þarna.“ Reiðin blossi upp þegar hún sjái bókina í hverri búðarferð Þorbjörg segist fyrst um sinn ekkert hafa ætlað að segja þegar hún frétti að Baldur væri að skrifa þessa bók. Hún hafði í raun ekkert út á það að setja og ætlaði reyndar ekki einu sinni að lesa bókina. Það var ekki fyrr enn að vinkona hennar benti henni á þetta misræmi í frásögninni sem að hún fór að upplifa allar þessar sáru tilfinningar aftur. „Ég ætlaði ekkert að lesa þessa bók einu sinni, mér var bara bent á þetta. Ég hugsa að hann hafi meira að segja bara stólað á það af því að ég hef ekkert verið að trana mig fram við að gefa einhverjar yfirlýsingar. En svo þegar þessi kafli var lesinn fyrir mig fylltist ég ofboðslegri reiði,“ segir Þorbjörg. Magnús Freyr lést árið 2002 eftir hrottalega líkamsárás.Stöð 2 „Mér finnst ofboðslega erfitt að þurfa að labba fram hjá bókinni þegar ég labba inn í búð. Fór síðast í gær og mig langaði að taka bókina og snúa henni á hvolf,“ segir Þorbjörg. Hvaða tilfinningar koma upp? „Það kemur bara upp reiði út í hann aftur.“ Biður Baldur um að draga sig til hlés Baldur Einarsson hefur sagt að tilgangur bókar sinnar sé fyrst og fremst sá að sýna fram á að brotamenn geti bætt ráð sitt, snúið aftur í samfélagið og jafnvel látið gott af sér leiða. Þorbjörg segist vissulega hafa samúð með því sjónarmiði og segir að sú umræða sé af hinu góða en þó verði alltaf að meta alvarleika brota hverju sinni og taka tillit til aðstæðna. „Í svona alvarlegum málum þar sem menn, eins og í þessu máli, myrti mann þá finnst mér að það eigi hreinlega að setja í lög að þeir eigi ekki að fá að tjá sig opinberlega. Það er mín skoðun. Bara þannig að aðstandendur fái frið. Við finnum svo til þegar eru að koma upp alls konar fréttir og svona að ég vil bara að séu sett lög á þetta,“ segir Þorbjörg. „Það er bara engin iðrun í hans orðum. Hann er ekkert að iðrast. Mín upplifun af honum er bara hrein siðblinda. Því miður upplifi ég það svoleiðis,“ segir hún. „Það kom til mín kona sem þakkaði mér fyrir að stíga fram, sonur hennar var myrtur árið 2005, af því að hún er búin að vera meðvirk með morðingja sonar síns og fjölskyldu.“ Aðspurð að því hvað hún mundi gera ef hún mundi hitta Baldur í dag segir Þorbjörg að líklega mundi hún bara snúa sér undan eða taka sveig fram hjá honum, því hún hafi einfaldlega ekki geð í sér að ræða við hann. Þorbjörg vildi þó þiggja tækifærið til að segja þetta að lokum: „Baldur, viltu bara draga þig til hlés þannig að við getum farið að lifa lífinu og verið í friði. Og fáum að finna innri frið.“ Ísland í dag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru á endanum dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem endaði með dauða Magnúsar en annar þeirra, Baldur Freyr Einarsson, hefur nýverið skrifað og gefið út bók þar sem hann gerir upp ævi sína og þennan atburð. Hjónabandið brast þegar sorgin tók yfir Baldur ræddi málið og bókaútgáfuna í Íslandi í dag í sumar. Þorbjörg segir lýsingar Baldurs af árásinni í bókinni ekki vera sannleikanum samkvæmar og telur Baldur reyna með sögunni að hvítþvo sjálfan sig í stað þess að axla fulla ábyrgð á verknaðinum. Hún segist bæði sár og reið yfir því að minning sonar hennar og mannorð skuli vera svert með ósönnum lýsingum af atburði sem hafi vægast sagt haft hræðilegar afleiðingar fyrir Magnús Frey og alla þá sem honum tengdust. „Það bara eyðilagði mitt líf. Eyðilagði mína fjölskyldu. Við urðum ekkert heil eftir þetta, við splundruðumst. Það var ekkert eins og í venjulegum fjölskyldum, fjölskylduboð, engar tengingar. Þannig að við vorum svolítið bara hvert í sínu horni,“ segir Þorbjörg í Íslandi í dag í kvöld. Þorbjörg bendir á að þáverandi eiginmaður hennar og faðir Magnúsar, Sveinbjörn Magnússon, hafi aldrei náð sér eftir þennan atburð, en þeir feðgar höfðu unnið mikið saman og verið afar nánir alla tíð. Hjónaband þeirra hjóna hafi síðan hreinlega molnað í sundur þegar sorgin tók yfir. Sveinbjörn lést sjálfur fyrir nokkrum árum en Þorbjörg segir hann alltaf hafa verið bugaðan af vanlíðan og í raun aldrei séð til sólar síðan að sonur þeirra var tekin frá þeim í þessari hroðalegu árás. „Ég sá bara fyrir mér að ég yrði á Ísafirði alla mína ævi með mína fjölskyldu, barnabörn. Það er ekki svoleiðis.“ Reiðin réð för um árabil Þorbjörg segir að þó það sé auðvitað eðlilegt að foreldrar sem missi börnin sín finni mikið til og upplifi djúpa sorg þá hafi það í þeirra tilfelli mögulega verið sérstaklega erfitt þar sem þau hafi líka þurft að burðast með mikla reiði ofan í allt hitt. Þau hafi upplifað þetta svo ótrúlega ranglátt og ósanngjarnt. Ekki bætti heldur úr skák þegar gerendurnir fengu tiltölulega væga dóma í héraði en þeir voru fyrst dæmdir til tveggja og þriggja ára fangelsisvistar þó að þeir hafi síðar verið þyngdir í þrjú og sex ár í Hæstarétti. Þorbjörg segist hafa upplifað nær stanslausa reiði í um það bil 6 ár eða allt þar til hún ákvað sjálfs síns vegna að reyna að fyrirgefa Baldri. „Ég held ég hafi verið reið allt þar til ég fyrirgaf Baldri, sex eða sjö árum síðar. Ég var með alveg ofboðslega reiði þar til ég framkvæmdi það, að ég fyrirgef honum. Sem hjálpaði helling, ég var alveg hætt að spá í þetta og hugsa um þetta, þannig…“ segir Þorbjörg. „Svo bara skellur þetta á mann. Þá upplifði ég reiðina aftur.“ Finnst hafa verið þrýst á hana að fyrirgefa Baldri Þorbjörg segir að hún hafi bæði verið hvött til að reyna fyrirgefa Baldri en síðan hafi hún einnig upplifað að sonur hennar hefði viljað það, hann hafi birst henni einn morguninn og sagt: mamma, nú er komið að þér að fyrirgefa. Hún hafi síðan verið stödd á kristilegu fjölskyldumóti Hvítasunnukirkjunnar þar sem Baldur var einnig gestur þegar einn af forsvarsmönnum kirkjunnar hafi lagt það til þau tvö myndu hittast. „Hún segir við mig: „Þorbjörg, ég búin að fá Baldur til að koma upp á svið, ert þú til í að koma líka?“ Og ég bara: „já.“ Það var eins og það væri búið að vera að ýta á mig og undirbúa mig smám saman. Þar féllumst við í faðma og ég fyrirgaf honum og í hvísla á eyrað á honum að Maggi hafi komið og sagt þetta við mig. Hann hvíslaði í eyrað á mér að honum þætti þetta leitt. Svo fór ég niður og hríðskalf öll, var búin á taugunum,“ segir Þorbjörg. Fannst þér eins og þér hafi verið ýtt út í þetta? „Mér fannst eins og það hafi verið að undirbúa mig, þegar ég hugsa þetta eftir á, að ég þyrfti að gera þetta. Og þetta hjálpar, að fyrirgefa, það hjálpar. Það er ekki þar með sagt að þú þurfir að vera vinur manneskjunnar sem hefur gert eitthvað á þinn hlut.“ Frásögn Baldurs af líkamsárásinni ekki sönn Sem fyrr segir taldi Þorbjörg sig vera bara komin á nokkuð góðan stað miðað við aðstæður. Fyrirgefningin og mikil sjálfsvinna með 12 spora kerfi innan kirkjunnar hafi vissulega forðað henni frá því að sökkva í hyldýpi þunglyndis og sorgar en nú finnst henni því öllu hafa verið kippt undan sér með útgáfu bókarinnar þar sem hún segir Baldur einfaldlega ekki fara með rétt mál í lýsingu sinni á því ofbeldi sem leiddi Magnús til dauða. „Ég hef ekkert út á það að setja að hann sé að gefa út bók, alls ekki, en hann hefði alveg getað farið fínna í þetta og sleppt því að lýsa frá a-ö hvernig hann fór að þessu. Sem er ekki einu sinni satt,“ segir Þorbjörg. „Lýsingarnar hans í bókinni eru ekki sannar miðað við það sem kemur fram í Hæstarétti og meðal vitan. Engan veginn og ég bendi fólki bara á að lesa þetta tvennt.“ Vænir Magnús um að hafa byrjað slagsmálin Í dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 er tekið fram að Baldur hafi verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir frá apríl og maí mánuði á árinu á undan. Þar er sagt að árásirnar hafi allar verið að mestu tilefnislausar og sérlega hrottafengnar þar sem fórnarlömbin sátu eftir með bæði höfuðkúpubrot og brotnar tennur. Verst var þó árásin á Magnús Frey. Samkvæmt lýsingum vitna er Baldri gefið að sök að hafa slegið Magnús mörgum hnefahöggum, skallað hann og sparkað í höfuð hans með hné og svo margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti eftir að hann féll í götuna og lá óvígur á eftir. Þorbjörg segir að af lýsingunum í bókinni mætti hins vegar túlka atburðinn þannig að það hafi verið Magnús sem hafi veist ítrekað að Baldri og að hann hafi þá nauðbeygður þurft að yfirbuga Magnús áður en dyraverðir stöðvuðu átökin. „Hann lýsir því þannig og segir í bókinni að hann hafi byrjað, sem er ekki satt. Maggi er ekki hér til að verja sig þannig að ég verð að koma því á framfæri. Lýsingar vitna eru þannig að hann átti upptökin,“ segir Þorbjörg. Hún segir Magnús ekki hafa verið slagsmálahund. „Alls ekki, langt því frá.“ Upplifir ekki að Baldur iðrist manndrápsins Vitnum greindi vissulega á um hver aðdragandi árásarinnar hafði verið en það var mat dómsins að atlaga Baldurs Freys hafi nánast verið tilefnislaus og ekkert hafi réttlætt jafn hrottalega árás. Magnús Freyr hafi lengstum enga vörn sér veitt og studdi vitnisburður það álit dómsins sem og myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavél. Upplifðir þú að Baldur hafi einhvern tíma iðrast? „Nei, þegar ég hugsa til baka, þá upplifi ég það ekki. Mér finnst eins og hann hafi ekki iðrast. Miðað við lýsingarnar, eins og hann setur þær fram í bókinni þá er engin iðrun þarna.“ Reiðin blossi upp þegar hún sjái bókina í hverri búðarferð Þorbjörg segist fyrst um sinn ekkert hafa ætlað að segja þegar hún frétti að Baldur væri að skrifa þessa bók. Hún hafði í raun ekkert út á það að setja og ætlaði reyndar ekki einu sinni að lesa bókina. Það var ekki fyrr enn að vinkona hennar benti henni á þetta misræmi í frásögninni sem að hún fór að upplifa allar þessar sáru tilfinningar aftur. „Ég ætlaði ekkert að lesa þessa bók einu sinni, mér var bara bent á þetta. Ég hugsa að hann hafi meira að segja bara stólað á það af því að ég hef ekkert verið að trana mig fram við að gefa einhverjar yfirlýsingar. En svo þegar þessi kafli var lesinn fyrir mig fylltist ég ofboðslegri reiði,“ segir Þorbjörg. Magnús Freyr lést árið 2002 eftir hrottalega líkamsárás.Stöð 2 „Mér finnst ofboðslega erfitt að þurfa að labba fram hjá bókinni þegar ég labba inn í búð. Fór síðast í gær og mig langaði að taka bókina og snúa henni á hvolf,“ segir Þorbjörg. Hvaða tilfinningar koma upp? „Það kemur bara upp reiði út í hann aftur.“ Biður Baldur um að draga sig til hlés Baldur Einarsson hefur sagt að tilgangur bókar sinnar sé fyrst og fremst sá að sýna fram á að brotamenn geti bætt ráð sitt, snúið aftur í samfélagið og jafnvel látið gott af sér leiða. Þorbjörg segist vissulega hafa samúð með því sjónarmiði og segir að sú umræða sé af hinu góða en þó verði alltaf að meta alvarleika brota hverju sinni og taka tillit til aðstæðna. „Í svona alvarlegum málum þar sem menn, eins og í þessu máli, myrti mann þá finnst mér að það eigi hreinlega að setja í lög að þeir eigi ekki að fá að tjá sig opinberlega. Það er mín skoðun. Bara þannig að aðstandendur fái frið. Við finnum svo til þegar eru að koma upp alls konar fréttir og svona að ég vil bara að séu sett lög á þetta,“ segir Þorbjörg. „Það er bara engin iðrun í hans orðum. Hann er ekkert að iðrast. Mín upplifun af honum er bara hrein siðblinda. Því miður upplifi ég það svoleiðis,“ segir hún. „Það kom til mín kona sem þakkaði mér fyrir að stíga fram, sonur hennar var myrtur árið 2005, af því að hún er búin að vera meðvirk með morðingja sonar síns og fjölskyldu.“ Aðspurð að því hvað hún mundi gera ef hún mundi hitta Baldur í dag segir Þorbjörg að líklega mundi hún bara snúa sér undan eða taka sveig fram hjá honum, því hún hafi einfaldlega ekki geð í sér að ræða við hann. Þorbjörg vildi þó þiggja tækifærið til að segja þetta að lokum: „Baldur, viltu bara draga þig til hlés þannig að við getum farið að lifa lífinu og verið í friði. Og fáum að finna innri frið.“
Ísland í dag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent