„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. desember 2021 14:54 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir fólk á að bólusetningar séu val. Málið sé eðlilega mjög viðkvæmt og þar tali faðirinn Willum en ekki ráðherrann. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira