Einn vinsælasti jólamatur landsmanna Ali kynnir 15. desember 2021 08:55 Íslendingum finnst ilmurinn af hamborgarhrygg órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Hamborgarhryggurinn frá Ali tilheyrir íslenskum jólum. „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira