Ranieri vill að sínir menn verði eins og „ísmenn“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 17:00 Claudio Ranieri sést hér vera að stýra liði Watford á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robin Jones Claudio Ranieri hefur einfalda uppskrift fyrir sína leikmenn í Watford ætli liðið að bjarga sér frá falli úr deildinni næsta vor. Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira