Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 16:36 Geysir og tengdar verslanir voru fyrirferðamiklar á íslenskum markaði. Geysir/Mikael Axelsson Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00
Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07
Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent