Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir.

Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi.

Óvissustig er enn í gildi hér á landi vegna netöryggis og fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Línurnar eru farnar að skýrast og við förum yfir stöðuna nú þegar rúmir fimm mánuðir eru til kosninga.

Einnig heyrum við í sóttvarnalækni um samkomutakmarkanir yfir hátíðirnar og ræðum við þingmann Miðflokksins í beinni útsendingu – sem telur að bæta þurfi fólki í veitingageiranum tjónið sem það hefur og mun áfram verða fyrir vegna faraldursins.

Þá kynnum við okkur nýja og mjög áhugaverða rannsókn um stíleinkenni fornsagnanna sem gefur til dæmis til kynna að Snorri Sturluson hafi varla verið eini höfundur Heimskringlu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×