Miklar breytingar fram undan Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 09:58 Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær fá nýja bæjarstjóra eftir kosningar. Í Hafnarfirði, í Kópavogi og í Hveragerði ætla sitjandi sveitarstjórar að sækjast eftir endurkjöri. Og í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er allt enn óljóst - Íris og Dagur segja til eftir hátíðirnar. vísir Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16