Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 20:05 Frádrættinum er ætlað að ná til starfa sem innt eru af hendi hér á landi á heimili einstaklinga og í sumarhúsum þeirra. Getty Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira