Það er samt mikil spenna í baráttunni um markakóngstitilinn í ár enda munar bara fjórum mörkum á fyrsta og fjórða sætinu.
Eva Björk er komin með 68 mörk og hefur skorað þremur mörkum meira en þær Ragnheiður Júlíusdóttir hjá Fram og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hjá HK. Haukakonan Sara Odden er síðan í fjórða sætinu aðeins einu marki á eftir.
Sara Odden er sú sem hefur skorað flest mörk allra utan af velli en ekkert hennar 64 marka hefur komið úr víti. Eva Björk og Jóhanna Margrét hafa skorað 25 mörk úr vítum og Ragnheiður 19 vítamörk.
Eva Björk hefur sýnt mikinn stöðugleika í vetur en hún hefur skorað fimm mörk eða meira í öllum tíu leikjunum. Mest skoraði hún tíu mörk í leik á móti KA/Þór.
Eva Björk er líka með langbestu nýtinguna af þessum efstu en hún hefur nýtt 58,6 prósent skota sinna. Hún hefur einnig gefið 30 stoðsendingar sem er það næstmesta hjá þeim efstu en Sara er komin með 31 stoðsendingu.
HB Statz tók saman listana yfir markahæstu leikmennina og þá leikmenn sem eru með bestu skotnýtinguna. Það má sjá þá hér fyrir ofan.