Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 12:03 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir hið raunverulega neyðarástand í samfélaginu vera inni á Landspítala. vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. „Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira