Fullkomni framherjinn fyrir Liverpool kannski bara Svíi en ekki Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 09:31 Alexander Isak spilar með sænska landsliðinu. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Fyrrum leikmaður Liverpool ráðleggur Jürgen Klopp að kaupa sænska landsliðsframherjann Alexander Isak. Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira