Frá þessu greindi spænski miðillinn Informacion á dögunum. DV fjallar um málið og þar segir að auk fangelsisdómsins þurfi Guðmundur að greiða aðstandendum hins myrta 100 þúsund evrur, um fimmtán milljónir króna, í skaðabætur.
Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma viðurkenndi Guðmundur sök þegar málið var tekið fyrir og er það virt honum til refsilækkunar. Einnig virðir dómarinn Guðmundi það til refsilækkunar að hann hafi verið í sturlunarástandi sökum mikillar fíkniefnaneyslu.
Dómarinn sakar Guðmund þó að sögn DV um mikla grimmd að hafa valdið fórnarlambi sínu óþarfa þjáningu með því að stinga hann margsinnis með hnífi og skilja hann svo eftir á lífi. Á endanum blæddi manninum út.