Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 11:01 Saga Sif Gísladóttir er með rúmlega fjörutíu prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deild kvenna. vísir/Hulda Margrét Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. „Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira