EY kaupir vottunarstofuna iCert Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 17:01 Lilja Pálsdóttir, Jón Karlsson, Margrét Pétursdóttir, Sigurður Harðarson og Guðmundur Sigbergsson. Aðsend Ernst & Young ehf. (EY) hefur keypt allt hlutafé í vottunarstofunni iCert ehf. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. desember síðastliðinn. Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira