Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð foreldra að láta bólusetja börn sín við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir útbreiðslu veirunnar haldið upp af börnum þessa dagana og faraldurinn á hraðri uppleið.
Það verður mun erfiðara að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári en verið hefur eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð.
Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð.
Og við hittum björgunarsveitarfólk í Grímsnesi sem er hæst ánægt með nýjan og fullkominn björgunarjeppa sem gæsla björgunarfólks við eldgosið á Reykjanesi hjálpaði mikið til við fjármögnun bílsins.