Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. desember 2021 17:53 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka síðustu helgi. vísir Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira