Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:40 Fólk þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir í jólamatinn. Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr. Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr.
Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52