Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2021 22:31 Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, og Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri. Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, sendi í síðustu viku tölvupóst á starfsmenn ráðuneytisins þar sem hann sagði frá því að auglýsa ætti stöðu hans. Í póstinum tíundaði hann það að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði tilkynnt honum það í síðasta mánuði og að það væri vegna þess að henni þætti að auglýsa ætti stjórnarstöður sem þessar í lok skipunartíma. Haukur sagðist svo hafa spurt Jón eftir að hann tók við embætti hvað hann vildi gera og sagði að Jón hefði tjáð honum að auglýsa ætti stöðuna í vor. Þá sagðist Haukur ætla að sækjast eftir stöðunni aftur. Haukur var skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins í maí 2017 af Sigríði Andersen, þáverandi ráðherra. Sjá einnig: Haukur skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Sagði frekari breytingar í brúnni ekki ráðlagðar Jón sendi svo nýverið póst á starfsmenn ráðuneytisins þar sem hann sagðist hafa skipt um skoðun. Á þeim rúma hálfa mánuði sem liðinn væri frá því að hann tók við embættinu hefði hann kynnst ráðuneytinu og sæi heildarmyndina betur. Jón sagði að ört hafi verið skipt um menn í brúnni á undanförnum áratug og að hann sæi ekki að frekari umbyltingar og rask myndi bæta það starf sem unnið er í ráðuneytinu. Því hefði hann hætt við að auglýsa stöðuna í vor. Hreinn Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu, sem tók að sér að verða áfram aðstoðarmaður Jóns fyrir rúmum tveimur vikum tilkynnti í kvöld að hann væri hættur, án þess þó að taka fram af hverju. Sjá einnig: Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Í færslu á Facebook sem hann birti í kvöld sagði Hreinn málefni ráðuneytisins vera fjölmörg og spennandi og því hafi hann tekið boði Jóns um að aðstoða hann í embætti en Brynjar Níelsson er einnig aðstoðarmaður Jóns. „Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ skrifaði Hreinn. Hvorki náðist í Hrein né Jón innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Við skulum bara láta verkin tala“ Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. 6. desember 2021 18:15 Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22 Forvirkar rannsóknarheimildir, afglæpavæðing neysluskammta og sorgarleyfi Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna og sorgarleyfi foreldra er meðal margra mála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill sjá koma til framkvæmda á nýhöfnu þingi. 2. desember 2021 17:00 Segir mikil og stór verkefni bíða sín í innanríkisráðuneytinu Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. 28. nóvember 2021 16:40 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, sendi í síðustu viku tölvupóst á starfsmenn ráðuneytisins þar sem hann sagði frá því að auglýsa ætti stöðu hans. Í póstinum tíundaði hann það að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði tilkynnt honum það í síðasta mánuði og að það væri vegna þess að henni þætti að auglýsa ætti stjórnarstöður sem þessar í lok skipunartíma. Haukur sagðist svo hafa spurt Jón eftir að hann tók við embætti hvað hann vildi gera og sagði að Jón hefði tjáð honum að auglýsa ætti stöðuna í vor. Þá sagðist Haukur ætla að sækjast eftir stöðunni aftur. Haukur var skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins í maí 2017 af Sigríði Andersen, þáverandi ráðherra. Sjá einnig: Haukur skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Sagði frekari breytingar í brúnni ekki ráðlagðar Jón sendi svo nýverið póst á starfsmenn ráðuneytisins þar sem hann sagðist hafa skipt um skoðun. Á þeim rúma hálfa mánuði sem liðinn væri frá því að hann tók við embættinu hefði hann kynnst ráðuneytinu og sæi heildarmyndina betur. Jón sagði að ört hafi verið skipt um menn í brúnni á undanförnum áratug og að hann sæi ekki að frekari umbyltingar og rask myndi bæta það starf sem unnið er í ráðuneytinu. Því hefði hann hætt við að auglýsa stöðuna í vor. Hreinn Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu, sem tók að sér að verða áfram aðstoðarmaður Jóns fyrir rúmum tveimur vikum tilkynnti í kvöld að hann væri hættur, án þess þó að taka fram af hverju. Sjá einnig: Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Í færslu á Facebook sem hann birti í kvöld sagði Hreinn málefni ráðuneytisins vera fjölmörg og spennandi og því hafi hann tekið boði Jóns um að aðstoða hann í embætti en Brynjar Níelsson er einnig aðstoðarmaður Jóns. „Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ skrifaði Hreinn. Hvorki náðist í Hrein né Jón innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Við skulum bara láta verkin tala“ Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. 6. desember 2021 18:15 Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22 Forvirkar rannsóknarheimildir, afglæpavæðing neysluskammta og sorgarleyfi Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna og sorgarleyfi foreldra er meðal margra mála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill sjá koma til framkvæmda á nýhöfnu þingi. 2. desember 2021 17:00 Segir mikil og stór verkefni bíða sín í innanríkisráðuneytinu Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. 28. nóvember 2021 16:40 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Við skulum bara láta verkin tala“ Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. 6. desember 2021 18:15
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53
Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22
Forvirkar rannsóknarheimildir, afglæpavæðing neysluskammta og sorgarleyfi Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna og sorgarleyfi foreldra er meðal margra mála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill sjá koma til framkvæmda á nýhöfnu þingi. 2. desember 2021 17:00
Segir mikil og stór verkefni bíða sín í innanríkisráðuneytinu Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. 28. nóvember 2021 16:40