Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 11:40 Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Vísir/Vilhelm Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira