Ríkið dæmt til að greiða hundruð milljóna vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Tryggvi Páll Tryggvason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2021 14:10 Guðjón Skarphéðinsson fær hundruð milljóna frá ríkinu. Stöð 2 Íslenska ríkið þarf að greiða dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar 350 milljónir króna og Guðjóni Skarphéðinssyni 260 milljónir króna í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Bótakröfu dánarsbús Tryggva Rúnars Leifssonar var vísað frá dómi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57
Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels