Hallardrottningin mætir til leiks á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2021 10:00 Fallon Sherrock er gríðarlega vinsæl. getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock, sem sló svo eftirminnilega í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti 2020, mætir aftur á fjalir Alexandra hallarinnar í London í kvöld. Þá mætir hún reynsluboltanum Steve Beaton. Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira