Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:15 Jón Gunnlaugur, þjálfari Víkings var sáttur með seinni hálfleikinn í dag Vísir:Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. „Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Sjá meira
„Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57