Ekkert á Ísteka og MAST að treysta – Annar alvarlegur skuggi á blóðmerahaldi Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2021 15:01 Vegna laga um dýravernd og dýravelferð fer almennt blóðmerahald ekki fram í öðrum evrópskum löndum, enda sæta fylfullar eða mjólkandi hryssur þar víðast sérstakri vernd, vegna þess viðkvæma líkamlega og andlega ástands, sem þær eru í. Skv. matvælastofnun Þýzkalands, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, er það t.a.m. bannað, að framkvæma blóðtöku á hryssu, sem er fylfull eða nýbúin að kasta folandi og er enn mjólkandi. Hvað þá, ef hún er bæði nýbúin að kasta og er strax orðin fylfull aftur - hvorttveggja skilyrðin til banns eru til staðar - eins og gerist í blóðmerahaldi hér. Blóðtaka er þá auðvitað stranglega bönnuð. Auk þess setur þýzk matvælastofnun önnur skilyrði, eins og það, að hryssur séu minnst 3ja ára, ekki undir 400 kg að þyngd, og, að ekki sé tekið oftar blóð en á 30 daga fresti. Ísteka hefur stundað blóðtöku af fylfullum og mjólkandi hryssum í 20 ár. Með 7 daga millibili, 8 sinnum á 2ja mánaða skeiði, með fulltingi MAST og ráðherra. Félagið hefur lagt áherzlu á það, að öll þeirra starfsemi væri dýravæn, misþyrmingar og ofbeldi við dýrin kæmu alls ekki til, og fullyrðir Ísteka á vefsíðu sinni þetta: „...það eru vandfundin húsdýr sem hafa það betra en blóðgefandi hryssur“. Fyrirsögn á heimasíðunni Ísteka hljóðar svona: „Fimm mínútna blóðgjöf“. MAST hefur hins vegar staðfest, að blóðtakan taki jafnan 15 mínútur, eftir að búið er að reyra meri kyrfilega fasta á blóðtökubás, negla hana þar, sem tekur svo sinn tíma. Því miður er MAST heldur ekki með sín blóðmeramál á hreinu. Í bréfaskiptum okkar við MAST, í febrúar í fyrra, áttu þessi orðaskipti sér stað: Jarðarvinir: „Í Suður Ameríku eru þær (merarnar) oft knúðar inn í básana með raflosti, beittum prikum, járnstöngum, spörkum eða höggum. Gerist það líka hér? Svar MAST: „Nei. Því fer fjarri að „augljóslega þurfi að beita hryssurnar ofbeldi“. Á öðrum stað fara þessi orðaskipti fram: Jarðarvinir: „Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtökuaðferðum“. Svar MAST: „Blóðtökustaðan er þannig útfærð, að hryssurnar renna alla jafna átakalaust inn í blóðtökubása...“. Ekki stenzt þessi lýsing, eins og myndbönd dýraverndunar-samtakanna sýna. Hví skyldi MAST halda verndarhendi yfir þeirri óiðju, sem blóðmerahaldið er, í stað þess að verja dýrin og velferð þeirra, eins og þeim ber skv. lögum? Er einhver með skýringu á þessari meðvirkni, þessum verkefna- og ábyrgðarruglingi MAST? Hví ver stofnunin blóðmerahaldið og þá sem að því standa, og vanrækir um leið lögbundnar skyldur sínar gagnvart dýrunum? Eins og margoft hefur komið fram, eru blóðmerarnar flestar ótamdar, hálf- eða alvilltar, og eru þær í útigangi allt árið. Á haustin eru flestar þeirra þannig settar út á „Guð og gaddinn“, en umönnun bænda og fóðurgjöf er misjöfn, stundum lítil eða engin, þeim bændum, sem að standa, til háborinnar skammar. Í desember 2019 fórust 93 hryssur ásamt folöldum sínum, einar og yfirgefnar á víðivangi, í fárviðri, sem þá gekk yfir Húnavatnssýslur og Skagafjörð, sennilega allt blóðmerar; króknuðu til dauða! Bændurnir, sem áttu dýrin og báru ábyrgð á þeim, gengu svo um grenjandi og létu, eins og þeir hefðu ekkert getað að gert, til að verja og vernda dýrin, eins og þeim bar. Blóðmerahaldið hefur því ekki bara eina skuggahlið, heldur alla vega tvær. Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. Desember sl. eru svo fréttir undir fyrirsögnunum „Kostar tugi milljóna“ og „Ísteka herðir eftirlitið“. Þar er fjallað um skrif Ísteka til blaðsins, þar sem fullyrt er, að fyrirtækið ætli að ráðast í kostnaðarsamar og víðfeðmar umbætur á eftirliti með blóðtöku hryssa. Eins er greint frá því, að Ísteka hafi rift samningi við 2 bændur, sem á að sýna, að hér sé alvara á ferð. Varla er þó hægt að taka þetta alvarlega, þar sem bændurnir, sem stunduðu blóðmerahald sl. sumar, voru 119 talsins. Dýraverndunarsamtökin þýzku og svissnesku, sem að rannsókn blóðmerahaldsins hér stóðu, hafa lagt áherzlu á, að þessi illa meðferð hryssanna, við að koma þeim í blóðtökubás og tappa af þeim 5 lítrum af blóði, sé almenna reglan, ekki undantekningin! Riftun Ísteka á samningum við 2 af 119 bændum, er því hreint yfirklór. Kjarni málsins er auðvitað sá, að Ísteka og MAST hafa þótzt hafa góða stjórn á þessu blóðmerahaldi undanfarin 10- 20 ár, en það hefur greinilega alls ekki tekizt - framkvæmdin hjá Ísteka og eftirlitið hjá MAST -, og er engin ástæða til að ætla, að það takist frekar nú, hvað sem öllum fréttatilkynningum og yfirlýsingum líður, enda er vandinn sá, að blóðmerarnar eru ótamin, villt dýr í útigangi, og eftir því sem meira og harðar er gengið að þeim, þau meira og lengur kvalin, þeim mun styggari og fælnari verða þau. Höfundur er stofnanndi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna laga um dýravernd og dýravelferð fer almennt blóðmerahald ekki fram í öðrum evrópskum löndum, enda sæta fylfullar eða mjólkandi hryssur þar víðast sérstakri vernd, vegna þess viðkvæma líkamlega og andlega ástands, sem þær eru í. Skv. matvælastofnun Þýzkalands, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, er það t.a.m. bannað, að framkvæma blóðtöku á hryssu, sem er fylfull eða nýbúin að kasta folandi og er enn mjólkandi. Hvað þá, ef hún er bæði nýbúin að kasta og er strax orðin fylfull aftur - hvorttveggja skilyrðin til banns eru til staðar - eins og gerist í blóðmerahaldi hér. Blóðtaka er þá auðvitað stranglega bönnuð. Auk þess setur þýzk matvælastofnun önnur skilyrði, eins og það, að hryssur séu minnst 3ja ára, ekki undir 400 kg að þyngd, og, að ekki sé tekið oftar blóð en á 30 daga fresti. Ísteka hefur stundað blóðtöku af fylfullum og mjólkandi hryssum í 20 ár. Með 7 daga millibili, 8 sinnum á 2ja mánaða skeiði, með fulltingi MAST og ráðherra. Félagið hefur lagt áherzlu á það, að öll þeirra starfsemi væri dýravæn, misþyrmingar og ofbeldi við dýrin kæmu alls ekki til, og fullyrðir Ísteka á vefsíðu sinni þetta: „...það eru vandfundin húsdýr sem hafa það betra en blóðgefandi hryssur“. Fyrirsögn á heimasíðunni Ísteka hljóðar svona: „Fimm mínútna blóðgjöf“. MAST hefur hins vegar staðfest, að blóðtakan taki jafnan 15 mínútur, eftir að búið er að reyra meri kyrfilega fasta á blóðtökubás, negla hana þar, sem tekur svo sinn tíma. Því miður er MAST heldur ekki með sín blóðmeramál á hreinu. Í bréfaskiptum okkar við MAST, í febrúar í fyrra, áttu þessi orðaskipti sér stað: Jarðarvinir: „Í Suður Ameríku eru þær (merarnar) oft knúðar inn í básana með raflosti, beittum prikum, járnstöngum, spörkum eða höggum. Gerist það líka hér? Svar MAST: „Nei. Því fer fjarri að „augljóslega þurfi að beita hryssurnar ofbeldi“. Á öðrum stað fara þessi orðaskipti fram: Jarðarvinir: „Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtökuaðferðum“. Svar MAST: „Blóðtökustaðan er þannig útfærð, að hryssurnar renna alla jafna átakalaust inn í blóðtökubása...“. Ekki stenzt þessi lýsing, eins og myndbönd dýraverndunar-samtakanna sýna. Hví skyldi MAST halda verndarhendi yfir þeirri óiðju, sem blóðmerahaldið er, í stað þess að verja dýrin og velferð þeirra, eins og þeim ber skv. lögum? Er einhver með skýringu á þessari meðvirkni, þessum verkefna- og ábyrgðarruglingi MAST? Hví ver stofnunin blóðmerahaldið og þá sem að því standa, og vanrækir um leið lögbundnar skyldur sínar gagnvart dýrunum? Eins og margoft hefur komið fram, eru blóðmerarnar flestar ótamdar, hálf- eða alvilltar, og eru þær í útigangi allt árið. Á haustin eru flestar þeirra þannig settar út á „Guð og gaddinn“, en umönnun bænda og fóðurgjöf er misjöfn, stundum lítil eða engin, þeim bændum, sem að standa, til háborinnar skammar. Í desember 2019 fórust 93 hryssur ásamt folöldum sínum, einar og yfirgefnar á víðivangi, í fárviðri, sem þá gekk yfir Húnavatnssýslur og Skagafjörð, sennilega allt blóðmerar; króknuðu til dauða! Bændurnir, sem áttu dýrin og báru ábyrgð á þeim, gengu svo um grenjandi og létu, eins og þeir hefðu ekkert getað að gert, til að verja og vernda dýrin, eins og þeim bar. Blóðmerahaldið hefur því ekki bara eina skuggahlið, heldur alla vega tvær. Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. Desember sl. eru svo fréttir undir fyrirsögnunum „Kostar tugi milljóna“ og „Ísteka herðir eftirlitið“. Þar er fjallað um skrif Ísteka til blaðsins, þar sem fullyrt er, að fyrirtækið ætli að ráðast í kostnaðarsamar og víðfeðmar umbætur á eftirliti með blóðtöku hryssa. Eins er greint frá því, að Ísteka hafi rift samningi við 2 bændur, sem á að sýna, að hér sé alvara á ferð. Varla er þó hægt að taka þetta alvarlega, þar sem bændurnir, sem stunduðu blóðmerahald sl. sumar, voru 119 talsins. Dýraverndunarsamtökin þýzku og svissnesku, sem að rannsókn blóðmerahaldsins hér stóðu, hafa lagt áherzlu á, að þessi illa meðferð hryssanna, við að koma þeim í blóðtökubás og tappa af þeim 5 lítrum af blóði, sé almenna reglan, ekki undantekningin! Riftun Ísteka á samningum við 2 af 119 bændum, er því hreint yfirklór. Kjarni málsins er auðvitað sá, að Ísteka og MAST hafa þótzt hafa góða stjórn á þessu blóðmerahaldi undanfarin 10- 20 ár, en það hefur greinilega alls ekki tekizt - framkvæmdin hjá Ísteka og eftirlitið hjá MAST -, og er engin ástæða til að ætla, að það takist frekar nú, hvað sem öllum fréttatilkynningum og yfirlýsingum líður, enda er vandinn sá, að blóðmerarnar eru ótamin, villt dýr í útigangi, og eftir því sem meira og harðar er gengið að þeim, þau meira og lengur kvalin, þeim mun styggari og fælnari verða þau. Höfundur er stofnanndi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar