Fangar fengu kartöflu í skóinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 22:53 Kartafla í hverjum einasta skó á Hrauninu í morgun. facebook/afstaða Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“ Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“
Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira