Ungu strákarnir frábærir en það eru fleiri: Vantar að meðaltali 5-10 kg til að ná Dönum Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 17:46 Allt var með svo hátíðlegum blæ í lokaþætti Seinni bylgjunnar á þessu ári. Stöð 2 Sport Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var rætt um það að óvenju margir ungir leikmenn hefðu sett sterkan svip á Olís-deildina það sem af er leiktíð. Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira