Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2021 15:57 Lögregla er reglulega kölluð til á Keflavíkurflugvelli þegar skortur er á gögnum frá ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira