Innlent

Óli Björn greindist með Covid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum.

Óli Björn er nú kominn út í sveit þar sem hann hyggst verja einangrun sinni. Hann segist vera almennt hress og finna fyrir litlum einkennum. Þingmaðurinn telur ólíklegt að hann hafi útsett samflokksmenn sína fyrir smiti og segir enga aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa greinst með veiruna. 

Um helgina var greint frá því að allir fimm þingmenn Viðreisnar – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson hafi greinst með kórónuveiruna. Auk þeirra er Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og fjórir starfsmenn þingsins komnir í einangrun.

Líkt og í tilfelli þingmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar mun varamaður taka þingsæti Óla Björns næstu daga. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×