„Hjartað réð för“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:29 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Visir/Vilhelm Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07