Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 08:12 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira