Búið að skemma aðventuna fyrir ástvinum þeirra sem hvíla í Heydalakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 11:48 Rósa fann meðal annars brotinn kross þegar hún heimsótti garðinn. Hana grunar að krossinn hafi brotnað þegar tré á leiði ömmu hennar var sagað í tvennt. Vísir „Það er búið að vinna skemmdarverk á leiðunum hjá fólkinu mínu,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, íbúi á Breiðdalsvík. Hún heimsótti leiði ættvina sinna í Heydalakirkjugarði nú fyrir jól til að votta þeim virðingu en kom að þökulögðum leiðum, brotnum krossum og afsöguðum trjábolum. „Ég veit ekki hvað gerðist þarna. Ég held það hafi bara verið sóknarnefndin að skemmta sér eða eitthvað. Ég veit ekki hvað vakti fyrir þeim,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu en Austurfrétt greindi frá málinu í gær. Fjöldi fólks hefur gagnrýnt sóknarnefndina í Breiðdal vegna málsins en hún tók sig til síðla sumars og fór í viðhald á kirkjugarðinum. Margir eru þó ósáttir með hve illa var staðið að málum. Stór svæði voru þökulögð, tré og hríslur skornar eða fjarlægðar og Rósa kom að brotnum krossi, sem hún telur hafa orðið undir trjátoppi sem sagaður var af leiði ömmu hennar. Kross á næsta leiði við leiði ömmu Rósu var brotinn þegar hún kom í garðinn.Aðsend Hún segir sóknarnefndina hvorki hafa haft samband við sig né aðra íbúa Breiðdals, sem eigi ættingja í kirkjugarðinum, áður en farið var í verkið. „Það búa svo margir í Breiðdalnum að þau komust ekki yfir það sóknarnefndin. Ætli íbúar nái ekki 180 manns með sveitunum og öllu,“ segir Rósa. Vill fá skýringu á því hvers vegna ráðist var á hrísluna Í svari sóknarnefndar við gagnrýni Rósu og fjölskyldu hennar, sem systir Rósu birti á Facebook, segir að ásetningur nefndarinnar hafi verið að snyrta og gera garðinn fínan, en ekki skemma neitt. Þá hafi umræddur kross ekki verið brotinn við tiltektina og tekin hafi verið ákvörðun um að fjarlægja tré sem voru illa farin. Hríslan á leiði frænda Rósu var skorin niður og drumburinn skilinn eftir.Aðsend „Við vonum að umræddur reyniviður muni taka aftur við sér þegar vorar á ný og nýir sprotar vaxi út úr stofninum sem skilinn var eftir,“ segir í svari sóknarnefndarinnar. Rósa gefur lítið fyrir þessi svör. „Ef maður skoðar myndir af hríslunni sér maður að hún er ekki brotin, hún er ekki fyrir og ekki stór. Ég vil bara fá skýringu á því af hverju þurfti að ráðast á þessa hríslu núna. Það er meiri úrsér vaxinn gróður í garðinum sem var látinn vera. Það er svo hlýlegt að koma í garðinn og sjá gróður, eitthvað lifandi og fallegt, þegar maður er að koma og heimsækja ástvini,“ segir Rósa. Sóknarnefndin eigi að vita hvernig ganga eigi um kirkjugarða Sóknarnenfndin segist sömuleiðis hafa óskað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum í vor áður en ráðist var í verkið en litlar undirtektir fengið. Rósa segist ekki hafa séð þá auglýsingu. „Ég tók ekki eftir því, það er ekki víst að ég hafi verið heima. Ég veit það ekki. En það getur ekki verið eðlilegt að hleypa hverjum sem er inn í garðinn og rétta þeim sög og bjóða þeim að gjöra svo vel. Ég tel það ekki eðlilega umgengni við leiði,“ segir Rósa. Tráð sem var á leiði ömmu Rósu var sömuleiðis sagað niður.Aðsend „Ég er alla vega alin upp við það hjá mömmu og pabba að ákveðnar siðareglur giltu í kirkjugörðum. Við mættum ekki stíga á leiðin, það ætti að sýna þeim virðingu og ganga vel um. Og ekki fjarlægja hluti af leiðum í leyfisleysi. Það eru ákveðnar siðareglur og ég held að sóknarnefndin ætti að vita það og fullorðið fólk yfir höfuð.“ Gróðursetti reyninn á leiði bróður síns sem lést 13 ára gamall Hún segir íbúa marga ósátta við tiltekina þó sóknarnefnd þyki íbúar eiga að vera þakkláta. „Við eigum bara að vera þakklát fyrir þetta. Þau hafi unnið sjálfboðavinnu og við eigum bara að vera þakklát. Og spyrja hvers konar vanþakklæti þetta er eiginlega hjá okkur. Blómin muni koma upp undan þökunum í góðri tíð í vor og tréð muni örugglega spretta aftur í vor segja þau. Tréð mun ekkert taka við sér í vor, það er búið að drepa það,“ segir Rósa. Rósa segist sjá mikið eftir reynihríslunni sem prýtt hafi leið frænda síns. Faðir hennar hafi sett það niður fyrir fimmtíu árum síðan. Hér má sjá ásýnd reynihríslunnar fyrir nokkrum sumrum.Aðsend „Það munar tveimur árum á pabba og bróður hans, sem dó þrettán ára gamall. Það er örugglega ekkert gaman að horfa á hann veslast upp í veikindum og svo reynir pabbi að gera leiðið hans fallegt, örugglega bara fyrir sjálfan sig líka. Og þegar pabbi er dáinn sé ráðist svona á leiðið af svona illsku,“ segir hún. „Mér finnst það bara mjög ljótt og mjög sárt að það skuli ekki vera betra innrætt fólk hérna sem umgengst garðinn. Það er bara mjög sárt.“ Ekkert hafi heyrst frá prestum sóknarinnar um málið. „Þetta er búið að skemma aðventuna að koma svona að leiði ástvina. Þetta er mjög ljótt,“ segir Rósa. „Fólk sem gengur svona um kirkjugarða ætti ekkert að umgangast þá. Það ætti bara að skammast sín og vera heima.“ Fréttastofa hafði samband við formann sóknarnefndarinnar sem vildi ekki ræða málið frekar. Kirkjugarðar Fjarðabyggð Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað gerðist þarna. Ég held það hafi bara verið sóknarnefndin að skemmta sér eða eitthvað. Ég veit ekki hvað vakti fyrir þeim,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu en Austurfrétt greindi frá málinu í gær. Fjöldi fólks hefur gagnrýnt sóknarnefndina í Breiðdal vegna málsins en hún tók sig til síðla sumars og fór í viðhald á kirkjugarðinum. Margir eru þó ósáttir með hve illa var staðið að málum. Stór svæði voru þökulögð, tré og hríslur skornar eða fjarlægðar og Rósa kom að brotnum krossi, sem hún telur hafa orðið undir trjátoppi sem sagaður var af leiði ömmu hennar. Kross á næsta leiði við leiði ömmu Rósu var brotinn þegar hún kom í garðinn.Aðsend Hún segir sóknarnefndina hvorki hafa haft samband við sig né aðra íbúa Breiðdals, sem eigi ættingja í kirkjugarðinum, áður en farið var í verkið. „Það búa svo margir í Breiðdalnum að þau komust ekki yfir það sóknarnefndin. Ætli íbúar nái ekki 180 manns með sveitunum og öllu,“ segir Rósa. Vill fá skýringu á því hvers vegna ráðist var á hrísluna Í svari sóknarnefndar við gagnrýni Rósu og fjölskyldu hennar, sem systir Rósu birti á Facebook, segir að ásetningur nefndarinnar hafi verið að snyrta og gera garðinn fínan, en ekki skemma neitt. Þá hafi umræddur kross ekki verið brotinn við tiltektina og tekin hafi verið ákvörðun um að fjarlægja tré sem voru illa farin. Hríslan á leiði frænda Rósu var skorin niður og drumburinn skilinn eftir.Aðsend „Við vonum að umræddur reyniviður muni taka aftur við sér þegar vorar á ný og nýir sprotar vaxi út úr stofninum sem skilinn var eftir,“ segir í svari sóknarnefndarinnar. Rósa gefur lítið fyrir þessi svör. „Ef maður skoðar myndir af hríslunni sér maður að hún er ekki brotin, hún er ekki fyrir og ekki stór. Ég vil bara fá skýringu á því af hverju þurfti að ráðast á þessa hríslu núna. Það er meiri úrsér vaxinn gróður í garðinum sem var látinn vera. Það er svo hlýlegt að koma í garðinn og sjá gróður, eitthvað lifandi og fallegt, þegar maður er að koma og heimsækja ástvini,“ segir Rósa. Sóknarnefndin eigi að vita hvernig ganga eigi um kirkjugarða Sóknarnenfndin segist sömuleiðis hafa óskað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum í vor áður en ráðist var í verkið en litlar undirtektir fengið. Rósa segist ekki hafa séð þá auglýsingu. „Ég tók ekki eftir því, það er ekki víst að ég hafi verið heima. Ég veit það ekki. En það getur ekki verið eðlilegt að hleypa hverjum sem er inn í garðinn og rétta þeim sög og bjóða þeim að gjöra svo vel. Ég tel það ekki eðlilega umgengni við leiði,“ segir Rósa. Tráð sem var á leiði ömmu Rósu var sömuleiðis sagað niður.Aðsend „Ég er alla vega alin upp við það hjá mömmu og pabba að ákveðnar siðareglur giltu í kirkjugörðum. Við mættum ekki stíga á leiðin, það ætti að sýna þeim virðingu og ganga vel um. Og ekki fjarlægja hluti af leiðum í leyfisleysi. Það eru ákveðnar siðareglur og ég held að sóknarnefndin ætti að vita það og fullorðið fólk yfir höfuð.“ Gróðursetti reyninn á leiði bróður síns sem lést 13 ára gamall Hún segir íbúa marga ósátta við tiltekina þó sóknarnefnd þyki íbúar eiga að vera þakkláta. „Við eigum bara að vera þakklát fyrir þetta. Þau hafi unnið sjálfboðavinnu og við eigum bara að vera þakklát. Og spyrja hvers konar vanþakklæti þetta er eiginlega hjá okkur. Blómin muni koma upp undan þökunum í góðri tíð í vor og tréð muni örugglega spretta aftur í vor segja þau. Tréð mun ekkert taka við sér í vor, það er búið að drepa það,“ segir Rósa. Rósa segist sjá mikið eftir reynihríslunni sem prýtt hafi leið frænda síns. Faðir hennar hafi sett það niður fyrir fimmtíu árum síðan. Hér má sjá ásýnd reynihríslunnar fyrir nokkrum sumrum.Aðsend „Það munar tveimur árum á pabba og bróður hans, sem dó þrettán ára gamall. Það er örugglega ekkert gaman að horfa á hann veslast upp í veikindum og svo reynir pabbi að gera leiðið hans fallegt, örugglega bara fyrir sjálfan sig líka. Og þegar pabbi er dáinn sé ráðist svona á leiðið af svona illsku,“ segir hún. „Mér finnst það bara mjög ljótt og mjög sárt að það skuli ekki vera betra innrætt fólk hérna sem umgengst garðinn. Það er bara mjög sárt.“ Ekkert hafi heyrst frá prestum sóknarinnar um málið. „Þetta er búið að skemma aðventuna að koma svona að leiði ástvina. Þetta er mjög ljótt,“ segir Rósa. „Fólk sem gengur svona um kirkjugarða ætti ekkert að umgangast þá. Það ætti bara að skammast sín og vera heima.“ Fréttastofa hafði samband við formann sóknarnefndarinnar sem vildi ekki ræða málið frekar.
Kirkjugarðar Fjarðabyggð Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira