Topp tíu fyrir Íþróttamann ársins 2021: Konum fjölgar og Kári og Kristín setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2021 07:00 Þessi tíu eru tilnefnd í ár. Vísir Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2021 en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins 2021 og þrjú lið sem lið ársins 2021. Íþróttamaður ársins verður valinn miðvikudaginn 29. desember næstkomandi. 29 meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og konurnar í samtökunum eru fimm að þessu sinni. Sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna en kjörið verður í beinni útsendingu 29. desember á RÚV. Þetta verður í 66. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún var í barneignarfríi á árinu 2021 og eignaðist soninn Ragnar Frank í síðasta mánuði. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Karlar eru áfram í meirihluta á topp tíu listanum eða sex af tíu en það er þó einni konu fleira á topp tíu listanum en undanfarin þrjú ár. Það hafa því ekki verið fleiri konur á topp tíu síðan árið 2017. Hópíþróttafólk er líka í miklu meiri hluta en aðeins tveir íþróttamenn úr einstaklingsgreinum komast á topp tíu listann í ár en það eru kraftlyftingafólkið Kristín Þórhallsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson. Handbolti er sú íþróttagrein sem á flesta fulltrúa inn á topp tíu listanum eða fjóra og hefur aldrei átt fleiri á einu ári. Það voru líka fjórir úr handbolta á topp tíu árin 1960, 1973, 1987, 2008 og 2010. Þrjú af tíu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Martin Hermannsson. Sex eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Kristín Þórhallsdóttir, Ómar Ingi Magnússon, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð: Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R. Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð Þrjú efstu liðin í stafrófsröð: Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta Víkingur R., mfl. karla í fótbolta Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð: Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum í níunda skiptið og Martin Hermannsson er þar í fimmta sinn. Bjarki Már Elísson er á listanum í annað skiptið. Kári Árnason og Kristín Þórhallsdóttir setja bæði met með því að vera tilnefnd. Kristín er elsta konan sem kemst á topp tíu listann. Hún slær þar met knattspyrnukonunnar Ástu B. Gunnlaugsdóttur og golfkonunnar Ragnhildur Sigurðardóttir sem báðar voru 33 ára þegar þær voru tilnefndar, Ásta árið 1994 og Ragnhildur árið 2003. Ásta er fædd fyrr á árinu og átti því í raun metið þar til að Kristín tekur það af henni núna. Kári er síðan elsti knattspyrnumaður sögunnar til að komast á topp tíu listann en hann slær þar met Guðna Bergssonar um tvö ár. Kári er 39 ára en Guðni var 37 ára þegar hann var tilnefndur árið 2002. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta, Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Þórir gerði Noreg að heims- og Evrópumeisturum, kringlukastarar undir stjórn Vésteins unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og Arnar varð fyrsti þjálfarinn til að gera Víkinga að Íslandsmeisturum í þrjátíu ár en liðið vann auk þess tvöfalt. Liðin sem koma til greina sem lið ársins eru Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum, lið KA/Þór í handbolta kvenna og lið Víkings R. í fótbolta karla. Hópfimleikaliðið varð Evrópumeistari en bæði KA/Þór og Víkingur unnu tvöfalt. Topp tíu listinn 2021: Aron Pálmarsson, 31 árs handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku Aron fór tvisvar í úrslit Meistaradeildar Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð og varð Evrópumeistari í seinna skiptið. Aron var hins vegar mikið meiddur á árinu og missti af úrslitaleiknum í vor vegna meiðsla, sem og HM í Egyptalandi í janúar. Var þó fyrirliði landsliðsins í sumar þegar Ísland tryggði sæti á EM 2022. Varð spænskur meistari og bikarmeistari með Barcelona áður en hann gekk í raðir Álaborgar.Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson, 31 árs handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi BJarki varð þriðji markahæstur í þýsku deildinni á síðustu leiktíð sem lauk í vor. Var besti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í Egyptalandi í janúar og sá markahæsti með 38 mörk í 6 leikjum. Hann varð bikarmeistari með Lemgo og er áfram með þeirra markahæstu á þessu tímabili.Vísir/Vilhelm Júlían J. K. Jóhannsson, 28 ára kraflyftingamaður úr Ármanni Júlían varð á árinu heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki. Á sama móti gerði hann þó ógilt í bæði hnébeygju og bekkpressu og þar með úr leik í samanlagðri keppni HM. Júlían fékk seint á árinu staðfestan keppnisrétt á heimsleikunum sem verða á næsta ári.Vísir/Vilhelm Kári Árnason, 39 ára fótboltamaður í Víkingi Kári var burðarás í liði Víkings sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir ótrúlega spennandi toppbaráttu við Breiðablik. Þá varð Kári einnig bikarmeistari með liðinu. Hann lagði á árinu landsliðsskóna á hilluna eftir farsælan landsliðsferil en síðasta landsleikurinn hans var númer níutíu á ferlinum.Vísir/Hulda Margrét Kolbrún Þöll Þorradóttir, 22 ára fimleikakona úr Stjörnunni Kolbrún Þöll lék stórt hlutverk hjá kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari í Portúgal í desember eftir harða keppni við Svía. Hún var valin í úrvalslið mótsins, en þetta er í fjórða sinn sem hún er valin í úrvalslið EM. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni. Þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Varð einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni.Instagram/@kolbruntholl Kristín Þórhallsdóttir, 37 ára kraftlyftingakona úr ÍA Kristín Þórhallsdóttir setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október.Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, 27 ára körfuboltamaður í Valencia á Spáni Martin Hermannsson, komst í undanúrslit í hinni sterku ACB deild í körfubolta á Spáni með liði sínu Valencia. Féll þar úr leik gegn Real Madríd eftir oddaleik. Skoraði 7,5 stig að meðaltali í leik í deildinni og með 2,9 stoðsendingar. Átti tvo tuttugu stiga leiki í ACB í haust þar á meðal á móti Real Madrid. Lék einn landsleik á árinu en stórleikur hans skilaði Íslandi þá mikilvægum sigri á Hollandi í undankeppni HM.FIBA Ómar Ingi Magnússon, 24 ára handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi Ómar Ingi varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í liði ársins í Þýskalandi. Ómar hefur einnig verið mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Vann Evrópudeildina sem og hann varð heimsmeistari félagsliða með Magdeburg eftir sigur á Barcleona í úrslitaleik.Vísir/Hulda Margrét Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs handboltakona hjá KA/Þór Rut gekk í raðir KA/Þórs sumarið 2020 eftir margra ára veru í atvinnumennsku í Danmörku. Hún var algjör lykilmanneskja og ein helsta ástæða þess að KA/Þór vann sína fyrstu titla í sögu liðsins og varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu. Þá var Rut fyrirliði íslenska landsliðsins og einnig afar mikilvæg þegar íslenska landsliðið vann Serba í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í haust.Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, 20 ára knattspyrnukona hjá Kristianstad í Svíþjóð Sveindís var í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu í haust sem hóf undankeppnina fyrir HM 2023 með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í þeim öllum og skoraði þrjú mörk. Hún var önnur af tveimur markahæstu leikmönnum Kristianstad í sænsku deildinni. Sveindís skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 19 leikjum þegar Kristianstad náði 3. sætinu og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.Vísir/Vilhelm Íþróttamaður ársins Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2021 en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins 2021 og þrjú lið sem lið ársins 2021. Íþróttamaður ársins verður valinn miðvikudaginn 29. desember næstkomandi. 29 meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og konurnar í samtökunum eru fimm að þessu sinni. Sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna en kjörið verður í beinni útsendingu 29. desember á RÚV. Þetta verður í 66. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Ríkjandi Íþróttamaður ársins er knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún var í barneignarfríi á árinu 2021 og eignaðist soninn Ragnar Frank í síðasta mánuði. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Karlar eru áfram í meirihluta á topp tíu listanum eða sex af tíu en það er þó einni konu fleira á topp tíu listanum en undanfarin þrjú ár. Það hafa því ekki verið fleiri konur á topp tíu síðan árið 2017. Hópíþróttafólk er líka í miklu meiri hluta en aðeins tveir íþróttamenn úr einstaklingsgreinum komast á topp tíu listann í ár en það eru kraftlyftingafólkið Kristín Þórhallsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson. Handbolti er sú íþróttagrein sem á flesta fulltrúa inn á topp tíu listanum eða fjóra og hefur aldrei átt fleiri á einu ári. Það voru líka fjórir úr handbolta á topp tíu árin 1960, 1973, 1987, 2008 og 2010. Þrjú af tíu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Martin Hermannsson. Sex eru aftur á móti algjörir nýliðar í hópi þeirra tíu bestu eða það eru þau Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Kristín Þórhallsdóttir, Ómar Ingi Magnússon, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð: Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R. Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð Þrjú efstu liðin í stafrófsröð: Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta Víkingur R., mfl. karla í fótbolta Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð: Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum í níunda skiptið og Martin Hermannsson er þar í fimmta sinn. Bjarki Már Elísson er á listanum í annað skiptið. Kári Árnason og Kristín Þórhallsdóttir setja bæði met með því að vera tilnefnd. Kristín er elsta konan sem kemst á topp tíu listann. Hún slær þar met knattspyrnukonunnar Ástu B. Gunnlaugsdóttur og golfkonunnar Ragnhildur Sigurðardóttir sem báðar voru 33 ára þegar þær voru tilnefndar, Ásta árið 1994 og Ragnhildur árið 2003. Ásta er fædd fyrr á árinu og átti því í raun metið þar til að Kristín tekur það af henni núna. Kári er síðan elsti knattspyrnumaður sögunnar til að komast á topp tíu listann en hann slær þar met Guðna Bergssonar um tvö ár. Kári er 39 ára en Guðni var 37 ára þegar hann var tilnefndur árið 2002. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta, Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Þórir gerði Noreg að heims- og Evrópumeisturum, kringlukastarar undir stjórn Vésteins unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og Arnar varð fyrsti þjálfarinn til að gera Víkinga að Íslandsmeisturum í þrjátíu ár en liðið vann auk þess tvöfalt. Liðin sem koma til greina sem lið ársins eru Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum, lið KA/Þór í handbolta kvenna og lið Víkings R. í fótbolta karla. Hópfimleikaliðið varð Evrópumeistari en bæði KA/Þór og Víkingur unnu tvöfalt. Topp tíu listinn 2021: Aron Pálmarsson, 31 árs handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku Aron fór tvisvar í úrslit Meistaradeildar Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð og varð Evrópumeistari í seinna skiptið. Aron var hins vegar mikið meiddur á árinu og missti af úrslitaleiknum í vor vegna meiðsla, sem og HM í Egyptalandi í janúar. Var þó fyrirliði landsliðsins í sumar þegar Ísland tryggði sæti á EM 2022. Varð spænskur meistari og bikarmeistari með Barcelona áður en hann gekk í raðir Álaborgar.Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson, 31 árs handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi BJarki varð þriðji markahæstur í þýsku deildinni á síðustu leiktíð sem lauk í vor. Var besti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í Egyptalandi í janúar og sá markahæsti með 38 mörk í 6 leikjum. Hann varð bikarmeistari með Lemgo og er áfram með þeirra markahæstu á þessu tímabili.Vísir/Vilhelm Júlían J. K. Jóhannsson, 28 ára kraflyftingamaður úr Ármanni Júlían varð á árinu heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki. Á sama móti gerði hann þó ógilt í bæði hnébeygju og bekkpressu og þar með úr leik í samanlagðri keppni HM. Júlían fékk seint á árinu staðfestan keppnisrétt á heimsleikunum sem verða á næsta ári.Vísir/Vilhelm Kári Árnason, 39 ára fótboltamaður í Víkingi Kári var burðarás í liði Víkings sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir ótrúlega spennandi toppbaráttu við Breiðablik. Þá varð Kári einnig bikarmeistari með liðinu. Hann lagði á árinu landsliðsskóna á hilluna eftir farsælan landsliðsferil en síðasta landsleikurinn hans var númer níutíu á ferlinum.Vísir/Hulda Margrét Kolbrún Þöll Þorradóttir, 22 ára fimleikakona úr Stjörnunni Kolbrún Þöll lék stórt hlutverk hjá kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari í Portúgal í desember eftir harða keppni við Svía. Hún var valin í úrvalslið mótsins, en þetta er í fjórða sinn sem hún er valin í úrvalslið EM. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni. Þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Varð einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni.Instagram/@kolbruntholl Kristín Þórhallsdóttir, 37 ára kraftlyftingakona úr ÍA Kristín Þórhallsdóttir setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október.Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, 27 ára körfuboltamaður í Valencia á Spáni Martin Hermannsson, komst í undanúrslit í hinni sterku ACB deild í körfubolta á Spáni með liði sínu Valencia. Féll þar úr leik gegn Real Madríd eftir oddaleik. Skoraði 7,5 stig að meðaltali í leik í deildinni og með 2,9 stoðsendingar. Átti tvo tuttugu stiga leiki í ACB í haust þar á meðal á móti Real Madrid. Lék einn landsleik á árinu en stórleikur hans skilaði Íslandi þá mikilvægum sigri á Hollandi í undankeppni HM.FIBA Ómar Ingi Magnússon, 24 ára handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi Ómar Ingi varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í liði ársins í Þýskalandi. Ómar hefur einnig verið mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Vann Evrópudeildina sem og hann varð heimsmeistari félagsliða með Magdeburg eftir sigur á Barcleona í úrslitaleik.Vísir/Hulda Margrét Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs handboltakona hjá KA/Þór Rut gekk í raðir KA/Þórs sumarið 2020 eftir margra ára veru í atvinnumennsku í Danmörku. Hún var algjör lykilmanneskja og ein helsta ástæða þess að KA/Þór vann sína fyrstu titla í sögu liðsins og varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu. Þá var Rut fyrirliði íslenska landsliðsins og einnig afar mikilvæg þegar íslenska landsliðið vann Serba í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í haust.Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, 20 ára knattspyrnukona hjá Kristianstad í Svíþjóð Sveindís var í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu í haust sem hóf undankeppnina fyrir HM 2023 með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í þeim öllum og skoraði þrjú mörk. Hún var önnur af tveimur markahæstu leikmönnum Kristianstad í sænsku deildinni. Sveindís skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 19 leikjum þegar Kristianstad náði 3. sætinu og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.Vísir/Vilhelm
Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð: Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R. Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð Þrjú efstu liðin í stafrófsröð: Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta Víkingur R., mfl. karla í fótbolta Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð: Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Sjá meira