Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2021 16:36 Frá og með miðnætti í kvöld verður tuttugu manna samkomubann í gildi á landinu öllu. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57