Innlent

Ör­yrkjar fengu að lokum við­bótar­greiðslu og í tæka tíð fyrir jólin

Eiður Þór Árnason skrifar
Eingreiðslan miðast við fjölda mánaða sem viðkomandi hefur átt rétt á örorku- og endurhæfingarlífeyrisgreiðslum.
Eingreiðslan miðast við fjölda mánaða sem viðkomandi hefur átt rétt á örorku- og endurhæfingarlífeyrisgreiðslum. Vísir/Vilhelm

Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum.

Eingreiðslan telst ekki til tekna í ljósi sérstakra aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins og verður skattfrjáls. Þá mun greiðslan ekki leiða til skerðingar á öðrum greiðslum.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fengu sambærilega eingreiðslu í fyrra en upphaflega stóð ekki til að greiða slíka greiðslu í ár. Var sú ákvörðun harðlega gagnrýnd af öryrkjum og stjórnarandstöðu sem vísuðu meðal annars til þess að eingreiðslan hafi brúað bilið milli desemberuppbótar atvinnulausra sem er hærri en til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Í kjölfarið samþykkti fjárlaganefnd Alþingis fyrr í vikunni tillögu um að svipuð eingreiðsla yrði aftur greidd út þetta árið.

Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að þeir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar sem hafi fengið greiðslur alla mánuði ársins fái fulla greiðslu. Upphæð eingreiðslunnar til þeirra sem hafa fengið greiðslur hluta úr ári er í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða ársins sem viðkomandi hefur átt rétt á greiðslum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×