Manchester City safnar fyrir Haaland Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 13:15 Borussia Dortmund Training And Press Conference MANCHESTER, ENGLAND - APRIL 05: Erling Haaland of Borussia Dortmund and Jude Bellingham of Borussia Dortmund during the training at Etihad Stadium on April 5, 2021 in Manchester, England. (Photo by Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images) Manchester City er sagt hafa nú þegar samþykkt sölu á fjórum leikmönnum fyrir næsta sumar, en talið er að fjármunirnir sem fáist fyrir þær sölur verði notaðir til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira