TikTok vinsælasta vefsíða ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 14:27 Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins. Getty Images Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust. TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust.
TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30