Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 17:34 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. vísir/rax Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir. Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir.
Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira