„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvöföldunarhraða ómíkronafbrigðisins vera um tveir dagar, sem er mun hraðari útbreiðsla en sést hefur til þessa. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37