Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 09:43 Ásmundur Friðriksson telur að sú mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni sé fyrir neðan allar hellur og hefur hana til marks um landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14
Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56