Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 09:43 Ásmundur Friðriksson telur að sú mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni sé fyrir neðan allar hellur og hefur hana til marks um landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14
Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56