Eggaldinbóndinn gróf sig upp úr djúpri holu en Wade fékk frímiða Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:54 Dirk van Duijvenbode fagnar í leiknum gegn Ross Smith í dag. Getty/Luke Walker Það er nóg um að vera í Alexandra Palace í dag þar sem fyrstu fjórir keppendurnir hafa nú tryggt sér sæti í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti. Einn þeirra þurfti þó ekkert að hafa fyrir sigrinum. James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember. Pílukast Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember.
Pílukast Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira