Þórdís Kolbrún ber sig vel í einangrun og segist enn sömu skoðunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 21:09 Þórdís Kolbrún var fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í morgun en hún er einn þriggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem hafa greinst smitaðir. Vísir/Vilhelm Átta þingmenn og þrír ráðherrar hafa greinst smitaðir frá því fyrir jól. Engu að síður tókst að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag. Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú greinst smitaðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir greindist á Þorláksmessu, Bjarni Benediktsson í gær og í morgun greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá því að hún hefði greinst með veiruna. Þórdís Kolbrún er nú í einangrun með fjölskyldu sinni og ber sig vel. „Ég er algjörlega einkennalaus og sem betur fer eru krakkarnir alveg einkennalausir og maðurinn minn líka, þannig við höfum hvað það varðar yfir engu að kvarta,“ segir Þórdís en hún veit ekki hvar hún eða aðrir í fjölskyldu hennar smituðust. Þórdís Kolbrún hefur mælt gegn íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum og segist enn vera sömu skoðunar. Meta þurfi fleiri þætti en líkurnar á að smitast í stóra samhenginu þegar margar fjölskyldur eiga erfitt. „Það er viðvarandi verkefni að finna eitthvað jafnvægi í þessu og ég myndi vilja meira svigrúm í umræðuna fyrir allt hitt, allt hitt sem fylgir því að bráðum eru liðin tvö ár af heimsfaraldri og áhrif á börn og ungmenni, og að framlag hópa í samfélaginu er mismikið þegar kemur að þessu verkefni,“ segir Þórdís. „Ég hef svo sem bara meiri tíma til að hugsa um það núna þessa daga sem ég er heima,“ bætir Þórdís við. Gott samstarf við erfiðar aðstæður Auk ráðherranna hafa átta þingmenn greinst smitaðir, það eru allir fimm þingmenn Viðreisnar, tveir úr Sjálfstæðisflokknum og einn úr Samfylkingunni. Þingstörf fóru þó fram með nokkuð eðlilegum hætti í dag. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar störf og það var svona fáliðaður ríkisstjórnarfundurinn í morgun. Það er auðveldara að halda þinginu gangandi því hér eru auðvitað komin umtalsverður fjöldi varamanna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður skynjar það auðvitað að þetta hafi áhrif á þingstörfin þar sem við sitjum öll grímuklædd og ég hef það svona á tilfinningunni að fólk sé heldur að spara sig í ræðuhöldum, bara vegna stöðunnar sem er uppi,“ segir Katrín. Hún segir enn mikla óvissu uppi í faraldrinum en vonar að fleiri ráðherrar greinist ekki með veiruna. „Næsti reglulegi ríkisstjórnarfundarinnar verður ekki fyrr en snemma á nýju ár,i þannig ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn að við höldum bara ríkisstjórninni gangandi þrátt fyrir að það hafi núna einhverjir helst úr lestinni tímabundið,“ segir Katrín. Eftir að fjárlagafrumvarpið og tekjufrumvörpin urðu að lögum um klukkan fimm frestaði forsætisráðherra fundum Alþingis til 17. janúar og þakkaði alþingismönnum og starfsmönnum þingsins fyrir gott samstarf við óvenjulegar og erfiðar aðstæður. „Ég óska ykkur sem og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Förum gætilega og hittumst heil á nýju ári,“ sagði Katrín að loknum þingfundi í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 836 greindust smitaðir innanlands í gær 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 28. desember 2021 10:51 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú greinst smitaðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir greindist á Þorláksmessu, Bjarni Benediktsson í gær og í morgun greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá því að hún hefði greinst með veiruna. Þórdís Kolbrún er nú í einangrun með fjölskyldu sinni og ber sig vel. „Ég er algjörlega einkennalaus og sem betur fer eru krakkarnir alveg einkennalausir og maðurinn minn líka, þannig við höfum hvað það varðar yfir engu að kvarta,“ segir Þórdís en hún veit ekki hvar hún eða aðrir í fjölskyldu hennar smituðust. Þórdís Kolbrún hefur mælt gegn íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum og segist enn vera sömu skoðunar. Meta þurfi fleiri þætti en líkurnar á að smitast í stóra samhenginu þegar margar fjölskyldur eiga erfitt. „Það er viðvarandi verkefni að finna eitthvað jafnvægi í þessu og ég myndi vilja meira svigrúm í umræðuna fyrir allt hitt, allt hitt sem fylgir því að bráðum eru liðin tvö ár af heimsfaraldri og áhrif á börn og ungmenni, og að framlag hópa í samfélaginu er mismikið þegar kemur að þessu verkefni,“ segir Þórdís. „Ég hef svo sem bara meiri tíma til að hugsa um það núna þessa daga sem ég er heima,“ bætir Þórdís við. Gott samstarf við erfiðar aðstæður Auk ráðherranna hafa átta þingmenn greinst smitaðir, það eru allir fimm þingmenn Viðreisnar, tveir úr Sjálfstæðisflokknum og einn úr Samfylkingunni. Þingstörf fóru þó fram með nokkuð eðlilegum hætti í dag. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar störf og það var svona fáliðaður ríkisstjórnarfundurinn í morgun. Það er auðveldara að halda þinginu gangandi því hér eru auðvitað komin umtalsverður fjöldi varamanna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður skynjar það auðvitað að þetta hafi áhrif á þingstörfin þar sem við sitjum öll grímuklædd og ég hef það svona á tilfinningunni að fólk sé heldur að spara sig í ræðuhöldum, bara vegna stöðunnar sem er uppi,“ segir Katrín. Hún segir enn mikla óvissu uppi í faraldrinum en vonar að fleiri ráðherrar greinist ekki með veiruna. „Næsti reglulegi ríkisstjórnarfundarinnar verður ekki fyrr en snemma á nýju ár,i þannig ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn að við höldum bara ríkisstjórninni gangandi þrátt fyrir að það hafi núna einhverjir helst úr lestinni tímabundið,“ segir Katrín. Eftir að fjárlagafrumvarpið og tekjufrumvörpin urðu að lögum um klukkan fimm frestaði forsætisráðherra fundum Alþingis til 17. janúar og þakkaði alþingismönnum og starfsmönnum þingsins fyrir gott samstarf við óvenjulegar og erfiðar aðstæður. „Ég óska ykkur sem og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Förum gætilega og hittumst heil á nýju ári,“ sagði Katrín að loknum þingfundi í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 836 greindust smitaðir innanlands í gær 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 28. desember 2021 10:51 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28
836 greindust smitaðir innanlands í gær 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 28. desember 2021 10:51
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23