Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30. Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem vonar að vegna hraðrar útbreiðslu ómikron afbrigðisins verði hjarðónæmi gagnvart covid 19 náð undir lok núverandi bylgju faraldursins. Vonandi renni hún sitt skeið án þess að margir verði alvarlega veikir. 

Bólusetning barna á aldrinum 5 til 11 ára hefst í janúar en heilbrigðisráðherra segir það alltaf vera ákvörðun foreldra hvort börn þeirra verði bólusett. 

Jarðvísindamenn hafa nánar gætur á eldstöðinni á Reykjanesi og telja að þar gæti gosið á ný innan fárra dag eða alls ekki. 

Þá tökum við forskot á skotgleði landsmanna um áramótin og kíkjum við hjá flugeldasölu Landsbjargar. 

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×