Tuchel segir heimskulegt að halda að Chelsea geti barist um titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 09:31 Thomas Tuchel var ekki skemmt eftir jafnteflið við Brighton. getty/Robin Jones Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var í vondu skapi eftir jafnteflið við Brighton í gær og kvartaði yfir ástandinu á leikmannahópi Evrópumeistaranna og dómgæslunni í leiknum. Romelu Lukaku kom Chelsea yfir í leiknum í gær en Danny Welbeck jafnaði fyrir Brighton í uppbótartíma. Chelsea er nú átta stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leikinn var Tuchel spurður að því hvort titilvonir Chelsea væru úr sögunni. „Hvernig ættum við að vera í titilbaráttu? Við erum með sjö leikmenn með veiruna. Fimm eða sex leikmenn eru frá í sex vikur eða meira. Hvernig eigum við að berjast um titilinn. Þeir sem eru með fullmannaðan hóp og alla á æfingum hafa kraft og getu til að vinna deildina,“ sagði Tuchel. „Það væri heimskulegt af okkur að halda að við gætum gert það vegna veirunnar og meiðsla.“ Tveir leikmenn Chelsea fóru meiddir af velli í gær; Recce James og Andreas Christiansen. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir verða frá. Tuchel var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum á Amex leikvanginum í gær og taldi Chelsea svikið um vítaspyrnu og jafnvel mark. „Þetta var hundrað prósent víti með Christian Pulisic og svo 50-50 barátta hjá Mason Mount rétt fyrir jöfnunarmarkið. Af hverju þarf hann [Mike Dean] að flauta áður en boltinn fer yfir línuna? Við erum með VAR til að skoða þetta. Er hann svona viss eða vill hann halda spennunni gangandi,“ sagði Tuchel. „Og vítið, það er grín. Í alvöru, það er grín að VAR hafi ekki skoðað það.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Liverpool á nýársdag. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Romelu Lukaku kom Chelsea yfir í leiknum í gær en Danny Welbeck jafnaði fyrir Brighton í uppbótartíma. Chelsea er nú átta stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leikinn var Tuchel spurður að því hvort titilvonir Chelsea væru úr sögunni. „Hvernig ættum við að vera í titilbaráttu? Við erum með sjö leikmenn með veiruna. Fimm eða sex leikmenn eru frá í sex vikur eða meira. Hvernig eigum við að berjast um titilinn. Þeir sem eru með fullmannaðan hóp og alla á æfingum hafa kraft og getu til að vinna deildina,“ sagði Tuchel. „Það væri heimskulegt af okkur að halda að við gætum gert það vegna veirunnar og meiðsla.“ Tveir leikmenn Chelsea fóru meiddir af velli í gær; Recce James og Andreas Christiansen. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir verða frá. Tuchel var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum á Amex leikvanginum í gær og taldi Chelsea svikið um vítaspyrnu og jafnvel mark. „Þetta var hundrað prósent víti með Christian Pulisic og svo 50-50 barátta hjá Mason Mount rétt fyrir jöfnunarmarkið. Af hverju þarf hann [Mike Dean] að flauta áður en boltinn fer yfir línuna? Við erum með VAR til að skoða þetta. Er hann svona viss eða vill hann halda spennunni gangandi,“ sagði Tuchel. „Og vítið, það er grín. Í alvöru, það er grín að VAR hafi ekki skoðað það.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Liverpool á nýársdag. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira