Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 08:50 Bandaríski kennarinn dvaldi fimm tíma inn á klósetti Icelandair á leið til Íslands. Skjáskot Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira