Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 08:50 Bandaríski kennarinn dvaldi fimm tíma inn á klósetti Icelandair á leið til Íslands. Skjáskot Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira