Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 16:18 Borgarspítalinn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar. Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27
839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40