Skotinn fljúgandi bjargaði sér fyrir horn | Þungarokkarinn engin fyrirstaða fyrir Wright Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 23:04 Gary Anderson er kominn í átta manna úrslit. Adam Davy/PA Images via Getty Images Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, vann nauman 4-3 sigur gegn Rob Cross í 16-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld eftir að hafa komist í 3-1. Þá vann Peter Wright öruggan 4-1 sigur gegn þungarokkaranum Ryan Searle. Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira